iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina

23. júní 2017
skrifar

Íslenska barnafatamerkið iglo + indi kynnti samstarf sitt við Kærleiksbirnina á barnatískusýningunni Pitti Bimbo í Flórens. Það kannast flestir við Kærleiksbirnina (e. Care Bears) en þættirnir boðuðu endurkomu sína fyrir þremur árum á Netflix. Það er alltaf gaman þegar íslensk fatamerki fá góða athygli á erlendri grundu en eigendur Kærleiksbjarnanna, American Greetings, höfðu samband eftir að þau sáu fatamerkið í Milk Magazine.  

,,Ég á góðar minningar frá því að hafa horft á þættina með yngri systur minni og þykir mjög vænt um samstarfið,” segir Helga Ólafsdóttir, eigandi iglo + indi.

Ástæðan fyrir samstarfinu er 35 ára afmæli Kærleiksbjarnanna og valdi fyrirtækið sex alþjóðleg barnatískumerki til að taka þátt. Vörurnar verða framleiddar í takmörkuðu upplagi og verður afmælinu fagnað á Pitti Bimbo. Fötin koma í verslarnir í byrjun næsta árs, og mun hluti af ágóðanum renna til styrktar góðagerðafélagsins Oxfam.

Þða er óhætt að segja að hér er á ferðinni eitt krúttlegt samstarf!