Innlent

Íbúar fá lánaðar skóflur og hrífur

Garðvinna. NORDICPHOTOS/GETTY
Garðvinna. NORDICPHOTOS/GETTY
Borgarbyggð „Með þessu er verið að koma til móts við þá íbúa sem vilja leggja sitt af mörkum til að snyrta og fegra sitt nánasta umhverfi en eiga ekki öll tól og tæki sem til þarf,“ segir í frétt á vef Borgarbyggðar um átak þar í sumar. „Ákveðið hefur verið að fara í tilraunaverkefni með íbúum sem felst í að lána íbúum garðáhöld, til dæmis skóflur, garð- og heyhrífur, pilljárn og heyhrífur,“ segir í fréttinni. Íbúarnir geta fengið áhöldin að láni hjá flokkstjóra Vinnuskólans. „Verkefnið verður reynt með þessum hætti í Borgarnesi í sumar og hugsanlega þróað frekar ef vel tekst til.“ – gar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×