Innlent

Sunnlenskir harmonikuleikarar búa sig undir landsmót

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Harmonikuleikarar landsins nota tímann þessa dagana til að æfa sig fyrir landsmót harmonikuunnenda sem haldið verður á Ísafirði um mánaðamótin.

Á Suðurlandi hefur Harmonikufélag Selfoss og Harmonikufélag Rangæinga ákveðið um að spila saman á mótinu. Harmonikufélögin voru nýlega með opna æfingu á Hellu fyrir áhugasama þar sem lögin sem harmoníkuspilararnir ætla að spila á landsmótinu á Ísafirði voru spiluð, auk nokkurra annarra. Mikil tilhlökkun er fyrir mótið.

Auður Fr. Halldórsdóttir harmonikuleikari segir hópinn vera að spila lög sem tilheyra Suðurlandi og eru eftir höfunda úr þeim landshluta.

Og þið vinnið saman, Selfyssingar og Rangæingar?

„Já, við byrjuðum að spila saman í fyrra, eitthvað svoleiðis. Það hefur gefið þessu heilmikið gildi og mjög gaman að spila í svona góðum hóp,“ segir Auður.

Grétar Geirsson harmonikuleikari heldur utan um hópinn frá Suðurlandi og hefur stjórnað æfingunum, en sjá má fréttainnslagið í spilaranum að ofan.

Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×