Viðskipti innlent

Bitist um fatakeðjur Kaupþings

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Fjórir fjárfestahópar eru sagðir hafa áhuga á að festa kaup á fatakeðjunum Coast, Oasis og Warehouse af Kaupþingi.
Fjórir fjárfestahópar eru sagðir hafa áhuga á að festa kaup á fatakeðjunum Coast, Oasis og Warehouse af Kaupþingi.
Fjórir fjárfestahópar eru sagðir hafa áhuga á að festa kaup á fatakeðjunum Coast, Oasis og Warehouse af Kaupþingi. Keðjurnar hafa verið til sölu frá því í nóvember í fyrra og stendur vilji Kaupþings til þess að selja þær saman í einu lagi.

Áhugasamir kaupendur eru fjárfestingarsjóðurinn Alteri Partners, suður-afrísku tískukeðjurnar Foschini Group og Truworths og Edinburgh Woollen Mill, smásölukeðja breska kaupsýslumannsins Philips Day, að því er segir í frétt Bloomberg.

Þegar Kaupþing setti fatakeðjurnar á sölu í fyrra var uppsett verð um 100 milljónir punda, sem jafngildir um 13,2 milljörðum króna, en talið er að líklegt kaupverð geti nú verið meira en helmingi lægra eða á bilinu 35 til 55 milljónir punda.

Félagið Aurora Fashions rekur keðjurnar þrjár, Coast, Oasis og Warehouse, en það hefur verið í eigu Kaupþings frá árinu 2009. Áður voru þær í eigu félagsins Mosaic Fash­ions, sem varð gjaldþrota í kjölfar hrunsins, en Baugur Group var stærsti eigandi þess félags.

Líkt og margar verslanakeðjur hafa verslanir Aurora Fashions átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Fatasala hefur dregist verulega saman í Bretlandi og þá er einkaneysla jafnframt minni en áður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×