Innlent

Gekk framar björtustu vonum að laga mosaskemmdirnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vel tókst til með viðgerðirnar eins og sjá má á þessum myndum.
Vel tókst til með viðgerðirnar eins og sjá má á þessum myndum. magnea magnúsdóttir
Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri hjá Orku náttúrunnar, segir að lagfæringar á skemmdum vegna mosakrots í Litlu Svínahlíð í Grafningi hafi gengið vel og í raun hafi það farið fram úr björtustu vonum hversu vel tókst til.

Byrjað var að gera við skemmdirnar á mánudag og þeim lauk í gær.

„Við vorum níu í hópnum og þetta gekk bara alveg svakalega vel, fór fram úr björtustu vonum. Sumarstarfsfólkið okkar er mjög duglegt,“ segir Magnea í samtali við Vísi.

Hún segir að mosinn eigi núna að gróa sjálfur saman, það er ef enginn fer að róta aftur upp í honum. Það getur tekið allt að fimm ár fyrir mosann að gróa alveg saman en nýjum aðferðum sem Magnea hefur verið að þróa var beitt til að lagfæra skemmdirnar.

„Við erum alltaf að laga mosa á virkjanasvæðunum okkar þar sem við tökum upp mosa þegar það eru framkvæmdir, geymum og leggjum svo aftur. En við höfum ekki gert við svona hrikalega mikið skemmdarverk áður,“ segir Magnea.


Tengdar fréttir

Laga skemmdir vegna mosakrots

Verkefnastjóri segir talsvert um mosakrot á fleiri stöðum á landinu en það getur valdið óafturkræfum skemmdum.

Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli

"Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við "send nudes“ og "life“ svo einhver séu nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×