Lífið

Top Gear stjarnan Richard Hammond á sjúkrahúsi eftir alvarlegt bílslys

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Richard Hammond sést hér lengst til vinstri. Með honum eru þeir James May og Jeremy Clarkson
Richard Hammond sést hér lengst til vinstri. Með honum eru þeir James May og Jeremy Clarkson Vísir/Getty
Breski sjónvarpsmaðurinn Richard Hammond sem gerði garðinn frægann í bílaþáttunum Top Gear hefur verið fluttur með þyrlu á sjúkrahús eftir alvarlegt bílslys í Sviss.

Slysið varð við tökur á þættinum The Grand Tour sem hann hefur umsjón með ásamt þeim Jeremy Clarkson og James May.

Í yfirlýsingu frá þættinum segir að slysið hafi orðið við tökur á annari þáttaröð þáttanna en að hann sé ekki alvarlega slasaður. Var hann með meðvitund og gat talað eftir slysið en er með brákað hné. Enginn annar var í bílnum þegar slysið átti sér stað.

Jeremy Clarkson lýsti slysinu sem því stærsta og hræðilegasta sem hann hafi séð en að blessunarlega virðist Hammond vera lítillega slasaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×