Lífið

Lifði af mannskætt flugslys og flaug áfram: „Tónlistin kom mér í gegnum sársaukann“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottur flutningur og hugrökk kona.
Flottur flutningur og hugrökk kona.
Kechi er frá Nígeríu en býr í dag í Houston í Bandaríkjunum. Hún vakti gríðarlega athygli í raunveruleikaþáttunum America´s Got Talent um helgina en hún hefur elskað að syngja síðan hún var sjö ára.

Kechi lenti í flugslysi þegar hún var 16 ára og búsett í Nígeríu. 107 farþegar létust um borð í véllinni en hún lifði af. Aðeins tveir farþegar lifði slysið af.

„Þegar ég lá á spítalanum með umbúðir um allan líkama þá var tónlistin það eina sem kom mér í gegnum sársaukann,“ sagði hún áður en hún tók lagið  Thinking Out Loud með Ed Sheeran.

Hér að neðan má sjá flutning hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×