Fótbolti

Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo segist ekki hafa neitt að fela.
Ronaldo segist ekki hafa neitt að fela. vísir/getty
Saksóknaraembættið í Madrid hefur ákært Cristiano Ronaldo fyrir stórfelld skattsvik.

Yfirvöld á Spáni segja að Ronaldo hafi skotið undan milljónum evra sem áttu að fara í skatt. Nánar tiltekið er Ronaldo sagður hafa skotið 1,6 milljarði króna undan skatti.

Ronaldo hefur áður sagt að hann hafi ekkert að fela og óttist ekki skattrannsókn. Hann eðlilega neitar þessum ásökunum.

Ronaldo er launahæsti íþróttamaður heims annað árið í röð. Hann var með 9,3 milljarða króna í tekjur á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×