Erlent

Gagnrýnd vegna vopnaburðar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/EPA
Hvorki norsku öryggislögreglunni né forsætisráðuneytinu var kunnugt um að lögreglumenn í Ósló myndu bera hríðskotabyssur á barnahátíð á Miniøya um liðna helgi sem Erna Solberg forsætisráðherra tók þátt í. Foreldrar gagnrýndu forsætisráðherrann vegna málsins.

Þegar forsætisráðherrann tekur þátt í viðburðum lætur öryggislögreglan viðkomandi lögregluumdæmi vita ef þörf er á aðstoð.

Fulltrúi Óslóarlögreglunnar sagði lögregluna sýnilegri nú vegna aukinnar hryðjuverkaógnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×