Erlent

Kína í stríð fyrir rafbíla

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Mikil mengun er víða í Kína.
Mikil mengun er víða í Kína. Vísir/EPA
Kínversk yfirvöld ráðgera að herða reglur fyrir verksmiðjur sem framleiða bíla sem ganga fyrir jarðeldsneyti. Með meiri kröfum um umhverfisvernd, gæði og öryggi verður þröskuldurinn hækkaður.

Þannig á að þvinga bílaframleiðendur til breytinga og þar með framleiðslu umhverfisvænna rafbíla, að því er greint er frá á vef Dagens Industri.

Þar segir jafnframt að með aukinni framleiðslu rafbíla geti Kínverjar selt þá í stórum stíl á alþjóðlegum markaði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×