Erlent

Geta valið dagheimili í leitarvél

Leikskólakennarar segja skriffinnsku fylgja leitarvélinni.
FRÉTTABAÐIÐ/VILHELM
Leikskólakennarar segja skriffinnsku fylgja leitarvélinni. FRÉTTABAÐIÐ/VILHELM vísir/vilhelm
Danskir foreldrar geta frá og með desember valið leikskóla fyrir barnið sitt með leitarvél. Hægt verður að sjá meðal annars hversu mörg börn eru á hverjum leikskóla, hversu mörg börn eru af erlendum uppruna á leikskólanum, hvernig mat er boðið upp á, stefnu viðkomandi leikskóla, aðstæður á lóð leikskólans og fjölda veikindadaga starfsmanna. Meirihluti danska þingsins hefur samþykkt leitarvélina sem á að skapa meira gagnsæi.

Samtök leikskólakennara segjast ekki vera á móti gagnsæi en telja að leitarvélinni fylgi of mikil skriffinnska á kostnað mikilvægari verkefna, nefnilega að huga vel að börnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×