Innlent

Ótryggð verk Magnúsar í Grafarvogskirkju

Benedikt Bóas skrifar
Ein mynda Magnúsar í Grafarvogskirkju.
Ein mynda Magnúsar í Grafarvogskirkju. Vísir/Ernir
Verk eftir Magnús Kjartansson myndlistarmann sem hanga í Grafarvogskirkju eru ótryggð. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar, leirlistamaðurinn Kolbrún Björgólfsdóttir eða Kogga, vill að kirkjan tryggi verkin en kirkjan hefur ekki svarað erindum hennar. Verkin hafa hangið í kirkjunni í áratug.

„Ég er ekki í neinum útistöðum við kirkjuna en mér finnst eðlilegt að verkin séu tryggð. Það pirrar mig stundum að það hafi ekki verið gert,“ segir Kogga. Fyrst áttu verk Magnúsar að hanga í kirkjunni í tilefni af myndlistarsýningu sem var þar haldin árið 2007. En þar eru þau enn. „Verkin eru þarna bara í láni en það er ekki neitt þras eða neitt slíkt og ég hef ekkert verið að jagast í þeim enda eru verkin stór og ég hef ekki pláss fyrir þau. En þau áttu að vera þarna í kringum þessa sýningu og það pirrar mig stundum að þau hafi hangið þar síðan,“ segir hún. Kogga bendir á að tvennt sé í stöðunni. Annaðhvort sæki hún verkin og komi þeim fyrir eða kirkjan tryggi þau og þau fái að vera í kirkjunni og gleðja gesti hennar eins og þau hafa gert undanfarin tíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×