Innlent

Vill bæta stíginn út á Geldinganes

Benedikt Bóas skrifar
Jóhann Walderhaug.
Jóhann Walderhaug. Fréttablaðið/Eyþór
Jóhann Walderhaug, húsasmiður til 50 ára, er ekki sáttur að stígurinn út í Geldinganes sé ekki nógu góður.

„Ég fór í aðgerð fyrir ári síðan og það mega engar misfellur vera því annars dett ég. Að öðru leyti er ég hress og geng í klukkutíma á hverjum degi. Mig langar að komast á þennan sælureit en stígurinn er svo grófur og hreinlega stórgrýttur að það er engin leið fyrir mig að komast þangað einn. Ég hef einu sinni farið aleinn og þá datt ég. Okkur gamla fólkinu langar að komast út í þessa paradís. Ég hef heyrt að borginni finnist dýrt að gera þetta en sem gamall húsasmiður til 50 ára þá veit ég að það er bull. Ef þessi vegur væri fær fyrir alla þá myndi það bæta heilsu fólks,“ segir Jóhann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×