Innlent

Beit lögreglumann sem stoppaði hann fyrir að vera á nöglum

Kjartan Kjartansson skrifar
Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl.
Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. Vísir/Anton Brink
Ökumaður var handtekinn við Álfabakka í nótt eftir að hann beit lögreglumann þegar hann var stöðvaður fyrir að aka enn um á nagladekkjum.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu lögreglumenn bifreið mannsins á þriðja tímanum í nótt. Þegar þeir höfðu afskipti af manninum réðst hann á annan lögreglumanninn og beit hann.

Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að loknum sýnatökum gisti hann í fangageymslu lögreglunnar.

Þá var tilkynnt um innbrot í skóla við Baugakór í Kópavogi rétt eftir kl. 19 í gærkvöldi. Rúða hafði verið brotin og hver sem var þar að verki hafði farið þar inn. Ekki er vitað hverju var stolið í innbrotinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×