Lífið

Fólkið á Solstice: Mæðgur í afmælisferð sem fagna fjarlægðinni frá Donald Trump

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mæðgurnar Deborah og Rebecca eru mættar til Íslands í fyrsta skipti til að fagna fertugsafmæli þeirrar síðarnefndu.

„Ég fæddi hana og við fögnum afmælum saman. Í fyrra sáum við Bob Dylan í Red Rocks í Colorado,“ segir Deborah en þær mæðgur eru greinilega miklar vinkonur.

Nú eru þær komnar til Íslands og Rebecca segir landið nokkuð öðruvísi en hún bjóst við. Hún hafi þó ekki vitað nákvæmlega við hverju hún ætti að búast.

„Ísland er æðislegt. Við ætlum að safna og koma aftur. Við eigum vini hérna og það er svo fallegt. Miklu hreinna og heilbrigðara en heima,“ segja þær.

Á dagskránni er að hitta íslenska ættingja af Osage ættbálknum í Oklahoma, sjálfar eru þær frá borginni Tulsa í fyrrnefndu ríki.

Og þær sækna ekki appelsínugula mannsins í Bandaríkjunum. Aðspurðar hver sá appelsínuguli sé svarar Rebecca:

„Það rýmar við dump.“

Viðtalið við mægðurnar má sjá í spilaranum að ofan.​


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×