Fótbolti

Sölvi farinn frá toppliðinu í Tælandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sölvi lék síðast með íslenska landsliðinu í byrjun síðasta árs.
Sölvi lék síðast með íslenska landsliðinu í byrjun síðasta árs. vísir/arnþór
Sölvi Geir Ottesen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Buriram United í Tælandi.

Sölvi gekk í raðir Buriram í byrjun febrúar og lék 12 leiki með liðinu í tælensku deildinni og skoraði eitt mark. Buriram er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar.

Sölvi þakkaði stuðningsmönnum Buriram fyrir stuttan en frábæran tíma hjá félaginu á samfélagsmiðlum í dag.

Sölvi er sem stendur án félags en ekki er ljóst hver næsti áfangastaður hans verður.

Sölvi hefur leikið í fimm löndum á 13 ára ferli í atvinnumennsku.

Hann gekk í raðir Djurgården frá Víkingi R. 2004 og varð tvöfaldur meistari með sænska liðinu ári seinna. Sölvi lék með Djurgården til 2008 þegar hann fór til SönderjyskE í Danmörku.

Eftir tveggja ára dvöl þar fór hann til FC Köbenhavn sem hann varð tvívegis danskur meistari. Sölvi yfirgaf FCK 2013 og hefur síðan þá leikið í Rússlandi, Kína og nú síðast Tælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×