Innlent

Faxaflóahafnir innheimta farþegagjald

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Farþegaskipið Preziosa kemur til hafnar en innheimta á gjald af farþegum slíkra skipa.
Farþegaskipið Preziosa kemur til hafnar en innheimta á gjald af farþegum slíkra skipa. Vísir/Stefán

Faxaflóahafnir munu byrja að innheimta farþegagjald þann 1. apríl á næsta ári gangi áætlanir eftir.

Gjaldið verður 185 krónur á hvern farþega sem koma hingað með farþegaskipum og fara í ferðir með hvalaskoðunarskipum sem nýta sér hafnirnar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og rætt við Gísla Gíslason, hafnarstjóra. Hann segir að miðað við 250 þúsund gesti í hvalaskoðun og 140 þúsund gest í farþegaskipum gæti gjaldið verið um 70 milljónir króna á ári.

Gjaldið á að standa undir stofnkostnaði við byggingu farþegaaðstöðu í Faxaflóahöfnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira