Innlent

Faxaflóahafnir innheimta farþegagjald

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Farþegaskipið Preziosa kemur til hafnar en innheimta á gjald af farþegum slíkra skipa.
Farþegaskipið Preziosa kemur til hafnar en innheimta á gjald af farþegum slíkra skipa. Vísir/Stefán

Faxaflóahafnir munu byrja að innheimta farþegagjald þann 1. apríl á næsta ári gangi áætlanir eftir.

Gjaldið verður 185 krónur á hvern farþega sem koma hingað með farþegaskipum og fara í ferðir með hvalaskoðunarskipum sem nýta sér hafnirnar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og rætt við Gísla Gíslason, hafnarstjóra. Hann segir að miðað við 250 þúsund gesti í hvalaskoðun og 140 þúsund gest í farþegaskipum gæti gjaldið verið um 70 milljónir króna á ári.

Gjaldið á að standa undir stofnkostnaði við byggingu farþegaaðstöðu í Faxaflóahöfnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira