Júdasar í Jökulfjörðum Þröstur Ólafsson skrifar 19. júní 2017 09:45 Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað,“ á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gustav Vasa, að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um áratuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu loftlagsskýrslu Hagfræðideildar Háskólans. Í kjölfar skýrslunnar birtust fréttir um stórtæk laxeldisáform bæði fyrir vestan og austan. Hugurinn reikaði um frækilegan afrekalista okkar í umhverfis-, loftlags- og auðlindamálum: ríkisstyrkta offramleiðslu lambakjöts, með tilheyrandi gróðureyðingu; náttúruspillandi uppistöðulón fyrir orkuver sem framleiða niðurgreitt rafmagn til mengandi stóriðju, sem sáralítinn virðisauka skilur eftir hérlendis; auk hamslausrar framræslu mýra. Þá hefur getuleysi ráðamanna undanfarinna ára til að ná tökum á átroðningi ferðafólks verið aumkunarvert. Upptalningin er ekki tæmandi. Umhverfismál okkar Íslendinga fá niðurlægjandi falleinkunn í skýrslunni, sama á hvaða mælikvarða er vegið. Við gerum sáralítið til að koma í veg fyrir fjölmengandi starfsemi á láði, í legi og í lofti. Þvert á móti. Framsýnt vit ráðamanna þjóðarinnar hefur lengi virst af skornum skammti. Náttúruvernd og loftslagsmál eru örlagamál heimsbyggðarinnar.Hagsmunabundin stjórnsýsla Eitt af því sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði og miðaði að því að ná víðtækari framtíðarsýn og sterkari stjórnsýslu var að sameina örsmá, vanmegnug hagsmunatengd ráðuneyti í stærri heildir. Fyrsta verk ríkisstjórnar B+D-flokkanna var hins vegar að færa það að hluta til baka og veikja þar með stjórnsýslu ríkisins. Nú heldur ný ríkisstjórn þessu skemmdarstarfi áfram og endurreisir gamla úrelta dómsmálaráðuneytið. Vakin er athygli á þessu, því ein af ástæðum skelfilegs ástands í umhverfis- og loftlagsmálum okkar er vanburða stjórnsýsla samfara pólitísku áhugaleysi. Um þverbak keyrði þegar Sigurður Ingi, í upphafi ráðherradóms síns, ógilti nokkrar mikilvægar ráðstafanir í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem búið var að ná samkomulagi um. Þetta gerði hann í nafni síns græna flokks. Það sagði allt um þau örlög sem biðu umhverfismálanna í þáverandi ríkisstjórn. Það sem eftir lifði stjórnartíma hennar lagðist alger sljóleiki og drómi yfir og um þennan málaflokk. Með nýjum ráðherra berast nú ferskir og uppörvandi vindar úr umhverfisráðuneytinu. Óvissa er þó, um styrk ráðherrans til að ná fram umdeildum en brýnum málum; starfsgetu þessa litla ráðuneytis og um metnað ríkisstjórnarinnar, þegar á hólminn er komið.Vits er þörf Mér brá ekki sérlega þegar virtur, fyrrverandi forseti Alþingis tók að sér formennsku í hagsmunasamtökum sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi. Það er eðlilegt starfsframhald þeirra þingmanna, sem líta á hagsmunagæslu fyrir sérhópa sem megin tilganginn með þingsetu sinni. Það er öfugsnúið að þingmenn skuli eyða meiri tíma í að finna leiðir til að arðræna auðlindir þjóðarinnar en vernda þær og varðveita. Ég neita því þó ekki, að ég bjóst við meiri metnaði. Ég hafði líka vænst þess að við lærðum af mistökum Norðmanna, en létum þá ekki ginna okkur enn einu sinni á foraðið. Dugði ekki að Norðmenn nánast útrýmdu hvölum við Íslandsstrendur og gengu af síldinni dauðri. Er nú komið að því að spilla hreinleika íslenskra fjarða? Það vita allir sem vilja, að sáralítill virðisauki verður eftir hérlendis af þessari starfsemi en bæði útgjöld og langvarandi mengun. Við Íslendingar eigum mikla náttúruperlu sem við nefnum Friðland á Hornströndum. Þessi hluti landsins hefur verið friðaður um áratuga skeið. Land, vatn og sjór eru þar hrein og ómenguð. Frárennsli frá byggð er hverfandi og engin vélknúin umferð. Nú skal bundinn hér endi á. Framkvæmdastjóri eins laxeldisfyrirtækisins tjáði sig í blaðaviðtali um hve ákjósanlegt væri að hefja laxeldi í Jökulfjörðum. Mig hryllti við. Gefa ágengni og fégræðgi engin grið? Er hamsleysi okkar gagnvart náttúru landsins óstöðvandi? Nú reynir á vilja og metnað ráðamanna. Ætla Alþingi og ríkisstjórn að sitja aðgerðalaus hjá eða koma í veg fyrir ósómann? Vonandi tilheyrir það fortíðinni að þjóðinni sé stjórnað af litlu og skammsýnu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað,“ á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gustav Vasa, að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um áratuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu loftlagsskýrslu Hagfræðideildar Háskólans. Í kjölfar skýrslunnar birtust fréttir um stórtæk laxeldisáform bæði fyrir vestan og austan. Hugurinn reikaði um frækilegan afrekalista okkar í umhverfis-, loftlags- og auðlindamálum: ríkisstyrkta offramleiðslu lambakjöts, með tilheyrandi gróðureyðingu; náttúruspillandi uppistöðulón fyrir orkuver sem framleiða niðurgreitt rafmagn til mengandi stóriðju, sem sáralítinn virðisauka skilur eftir hérlendis; auk hamslausrar framræslu mýra. Þá hefur getuleysi ráðamanna undanfarinna ára til að ná tökum á átroðningi ferðafólks verið aumkunarvert. Upptalningin er ekki tæmandi. Umhverfismál okkar Íslendinga fá niðurlægjandi falleinkunn í skýrslunni, sama á hvaða mælikvarða er vegið. Við gerum sáralítið til að koma í veg fyrir fjölmengandi starfsemi á láði, í legi og í lofti. Þvert á móti. Framsýnt vit ráðamanna þjóðarinnar hefur lengi virst af skornum skammti. Náttúruvernd og loftslagsmál eru örlagamál heimsbyggðarinnar.Hagsmunabundin stjórnsýsla Eitt af því sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði og miðaði að því að ná víðtækari framtíðarsýn og sterkari stjórnsýslu var að sameina örsmá, vanmegnug hagsmunatengd ráðuneyti í stærri heildir. Fyrsta verk ríkisstjórnar B+D-flokkanna var hins vegar að færa það að hluta til baka og veikja þar með stjórnsýslu ríkisins. Nú heldur ný ríkisstjórn þessu skemmdarstarfi áfram og endurreisir gamla úrelta dómsmálaráðuneytið. Vakin er athygli á þessu, því ein af ástæðum skelfilegs ástands í umhverfis- og loftlagsmálum okkar er vanburða stjórnsýsla samfara pólitísku áhugaleysi. Um þverbak keyrði þegar Sigurður Ingi, í upphafi ráðherradóms síns, ógilti nokkrar mikilvægar ráðstafanir í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem búið var að ná samkomulagi um. Þetta gerði hann í nafni síns græna flokks. Það sagði allt um þau örlög sem biðu umhverfismálanna í þáverandi ríkisstjórn. Það sem eftir lifði stjórnartíma hennar lagðist alger sljóleiki og drómi yfir og um þennan málaflokk. Með nýjum ráðherra berast nú ferskir og uppörvandi vindar úr umhverfisráðuneytinu. Óvissa er þó, um styrk ráðherrans til að ná fram umdeildum en brýnum málum; starfsgetu þessa litla ráðuneytis og um metnað ríkisstjórnarinnar, þegar á hólminn er komið.Vits er þörf Mér brá ekki sérlega þegar virtur, fyrrverandi forseti Alþingis tók að sér formennsku í hagsmunasamtökum sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi. Það er eðlilegt starfsframhald þeirra þingmanna, sem líta á hagsmunagæslu fyrir sérhópa sem megin tilganginn með þingsetu sinni. Það er öfugsnúið að þingmenn skuli eyða meiri tíma í að finna leiðir til að arðræna auðlindir þjóðarinnar en vernda þær og varðveita. Ég neita því þó ekki, að ég bjóst við meiri metnaði. Ég hafði líka vænst þess að við lærðum af mistökum Norðmanna, en létum þá ekki ginna okkur enn einu sinni á foraðið. Dugði ekki að Norðmenn nánast útrýmdu hvölum við Íslandsstrendur og gengu af síldinni dauðri. Er nú komið að því að spilla hreinleika íslenskra fjarða? Það vita allir sem vilja, að sáralítill virðisauki verður eftir hérlendis af þessari starfsemi en bæði útgjöld og langvarandi mengun. Við Íslendingar eigum mikla náttúruperlu sem við nefnum Friðland á Hornströndum. Þessi hluti landsins hefur verið friðaður um áratuga skeið. Land, vatn og sjór eru þar hrein og ómenguð. Frárennsli frá byggð er hverfandi og engin vélknúin umferð. Nú skal bundinn hér endi á. Framkvæmdastjóri eins laxeldisfyrirtækisins tjáði sig í blaðaviðtali um hve ákjósanlegt væri að hefja laxeldi í Jökulfjörðum. Mig hryllti við. Gefa ágengni og fégræðgi engin grið? Er hamsleysi okkar gagnvart náttúru landsins óstöðvandi? Nú reynir á vilja og metnað ráðamanna. Ætla Alþingi og ríkisstjórn að sitja aðgerðalaus hjá eða koma í veg fyrir ósómann? Vonandi tilheyrir það fortíðinni að þjóðinni sé stjórnað af litlu og skammsýnu viti.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun