Sport

Sunna komin með bardaga eftir tæpan mánuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sunna fær mjög erfiðan andstæðing.
Sunna fær mjög erfiðan andstæðing. mynd/hallmar freyr

Íslenskir MMA-aðdáendur fá heldur betur fyrir peninginn helgina 15. og 16. júlí þá mun Mjölnisfólkið Gunnar Nelson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir berjast.

Það hefur legið lengi fyrir að Gunnar væri að fara að berjast í Glasgow þann 16. júlí en í dag var tilkynnt að Sunna myndi keppa í Kansas City degi áður eða 15. júlí.

Þá fer Invicta 24 fram í borginni og mun Sunna berjast við hina bandarísku Kelly D'Angelo. Þær hafa báðir barist tvisvar á atvinnumannaferlinum og hafa báðar unni sína bardaga. Eitthvað verður því undan að láta á þessu kvöldi.

D'Angelo byrjaði sinn feril í hnefaleikum og vann fimm áhugamannabardaga áður en hún skipti yfir í MMA. Hún vann fimm áhugamannabardaga áður en hún gerðist atvinnumaður.

Hún hefur klárað báða sína bardaga. Annan með rothöggi en hinn með uppgjafartaki. Þetta verður verðugur andstæðingur fyrir Sunnu.

„Mér líst vel á hana. Ég veit að hún er heimastelpa og verður væntanlega með marga áhorfendur á sínu bandi. Ég vil berjast við þær bestu. Það er ekkert vanmat hjá mér og ég mun mæta almennilega undirbúin,“ segir Sunna í fréttatilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira