Handbolti

Guðjón Valur landsmeistari sjötta árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur hefur átt frábært tímabil.
Guðjón Valur hefur átt frábært tímabil. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson urðu í gær þýskir meistarar með Rhein-Neckar Löwen eftir stórsigur á Kiel, 28-19.



Þetta er annað árið í röð sem Löwen verður Þýskalandsmeistari. Ljónin frá Mannheim hafa verið óstöðvandi að undanförnu og sigurinn í gær var sá tólfti í röð hjá liðinu.

Alexander varð einnig meistari með Löwen í fyrra en hann er á sínu fimmta tímabili hjá félaginu.

Guðjón Valur sneri hins aftur til Löwen fyrir tímabilið til að fylla skarðið sem Uwe Gensheimer skildi eftir sig. Guðjón Valur lék áður með liðinu á árunum 2008-11.

Þetta er sjötta tímabilið í röð sem Guðjón Valur verður landsmeistari.

Hann varð danskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili hjá AG Köbenhavn. Guðjón Valur gekk í raðir Kiel 2012 og varð tvívegis þýskur meistari með liðinu undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn söðlaði um sumarið 2014 og gekk til liðs við Barcelona. Þar vann Guðjón Valur spænsku deildina í tvígang og Meistaradeild Evrópu 2015.

Guðjón Valur hefur átt frábært tímabil með Löwen í vetur og er fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 192 mörk.

Guðjón Valur er í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar.vísir/getty

Tengdar fréttir

Löwen meistari annað árið í röð

Rhein-Neckar Löwen varð þýskur meistari í handbolta með stæl í kvöld er liðið pakkaði Kiel saman, 28-19. Löwen náði því að verja titil sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×