Enski boltinn

Manchester City búið að kaupa Ederson af Benfica fyrir 4,5 milljarða

Ederson er mættur til City.
Ederson er mættur til City. vísir/getty
Manchester City er búið að ganga frá kaupum á brasilíska markverðinum Ederson frá Benfica en portúgalska félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Benfica gefur upp kaupverðið sem eru 40 milljónir evra eða ríflega 4,5 milljarðar króna. Ederson hefur verið í Manchester undanfarna daga að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör.

Hinn 23 ára gamli Ederson varð fyrst aðalmarkvörður Benfica á síðustu leiktíð en hann spilaði þá 25 deildarleiki. Brassinn vakti mikla athygli í Meistaradeildinni í vetur þar sem Monaco fór alla leið í undanúrslit.

Ederson hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Brasilíu og ekki spilað heila leiktíð sem aðalmarkvörður lið í efstu deild í Evrópu en City þarf samt að punga út 40 milljónum evra fyrir hann.

Hann mun berjast við Claudio Bravo og Willy Caballero um markvarðarstöðu Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×