Körfubolti

Golden State átti fyrsta höggið | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Durant skoraði 38 stig og var stigahæstur á vellinum.
Kevin Durant skoraði 38 stig og var stigahæstur á vellinum. vísir/getty
Golden State Warriors tók forystuna gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar með 113-91 sigri í fyrsta leik liðanna í nótt. Golden State hefur nú unnið alla 13 leiki sína í úrslitakeppninni.

Golden State hélt Cleveland í aðeins 34,9% skotnýtingu í leiknum og þá tapaði Cleveland boltanum 20 sinnum en Golden State einungis fjórum sinnum.

Kevin Durant átti frábæran leik í liði Golden State. Hann skoraði 38 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Alls gáfu leikmenn Golden State 31 stoðsendingu í leiknum en leikmenn Cleveland aðeins 15.

Stephen Curry var einnig öflugur með 28 stig og 10 stoðsendingar. Klay Thompson og Draymond Green fundu sig hins vegar ekki í sókninni og hittu aðeins úr samtals sex af þeim 28 skotum sem þeir tóku í leiknum.

LeBron James stóð upp úr í liði Cleveland með 28 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 24 stig og Kevin Love var með 15 stig og 21 frákast.

Annar leikur liðanna fer fram á sunnudaginn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×