Enski boltinn

Sunderland fékk meira fyrir að falla en Leicester fyrir að verða meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa fallið fékk Sunderland margar milljónir í sinn hlut.
Þrátt fyrir að hafa fallið fékk Sunderland margar milljónir í sinn hlut. vísir/getty
Þrátt fyrir að hafa endað í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og fallið niður í B-deildina fékk Sunderland 93,471 milljónir punda í sinn hlut. Það er meira en Leicester City fékk (93,219 milljónir punda) fyrir að verða Englandsmeistari í fyrra.

Nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar tók gildi á síðasta tímabili. Með nýja samningnum skiptu liðin 20 í ensku úrvalsdeildinni 2,4 milljörðum punda á milli sín, samanborið við 1,6 milljarð tímabilið 2015-16.

BBC birti í dag hversu háar fjárhæðir liðin í ensku úrvalsdeildinni fengu fyrir síðasta tímabil. Þar er tekið saman verðlaunafé, peningur fyrir sjónvarpssamninginn og styrktarsamningar.

Englandsmeistarar Chelsea fengu 150,8 milljónir punda, mest allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City kom næst með 146,9 milljónir punda.

Einungis liðin þrjú sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni í ár fengu minna en 100 milljónir punda. Til samanburðar fékk Arsenal mest allra liða í fyrra, eða 100,9 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×