Körfubolti

Bitlaus sóknarleikur gegn Svartfellingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer var stigahæstur í íslenska liðinu með 12 stig.
Kristófer var stigahæstur í íslenska liðinu með 12 stig. vísir/anton
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði stórt fyrir Svartfjallalandi, 61-86, í lokaleik liðsins á Smáþjóðaleikunum í San Marinó. Ísland vann tvo leiki á Smáþjóðaleikunum og tapaði þremur og endaði í 3. sæti.

Sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum í dag var ekki burðugur og til marks um það var skotnýtingin aðeins 34%.

Kristófer Acox var stigahæstur íslensku leikmannnanna með 12 stig. Samherji hans í KR, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, skoraði níu stig og hitti úr öllum skotunum sínum.

Jón Axel Guðmundsson skoraði átta stig, tók 11 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti hins vegar aðeins úr tveimur af níu skotum sínum. Tryggvi Snær Hlinason skoraði sjö stig og tók 11 fráköst.

Stig Íslands:

Kristófer Acox 12, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 9, Jón Axel Guðmundsson 8/11 fráköst/4 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 7/11 fráköst, Kári Jónsson 6, Kristinn Pálsson 5, Ólafur Ólafsson 5/6 fráköst, Maciej Baginski 4, Emil Karel Einarsson 3, Pétur Rúnar Birgisson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×