Körfubolti

Öruggt hjá Golden State sem er enn taplaust í úrslitakeppninni | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry og Durant skoruðu samtals 65 stig.
Curry og Durant skoruðu samtals 65 stig. vísir/getty
Golden State Warriors er komið í 2-0 í einvíginu gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar eftir 132-113 sigur í öðrum leik liðanna í nótt.

Golden State hefur þar með unnið alla 14 leiki sína í úrslitakeppninni til þessa.

Golden State var með frumkvæðið nær allan tímann í leiknum í nótt. Meistaraefnin hótuðu því margoft að stinga af en tókst ekki fyrr en í upphafi 4. leikhluta. Cleveland átti nokkur ágæt áhlaup en náði aldrei að jafna eða komast yfir.

Kevin Durant hélt uppteknum hætti frá fyrsta leiknum og var frábær í nótt. Durant skoraði 33 stig úr aðeins 22 skotum, tók 13 fráköst, gaf sex stoðsendingar, varði fimm skot og stal þremur boltum.

Stephen Curry átti einnig skínandi góðan leik og náði þrefaldri tvennu í fyrsta sinn í lokaúrslitum. Curry skoraði 32 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson, sem hitti mjög illa í fyrsta leiknum, náði sér betur á strik í nótt og skoraði 22 stig.

Stórleikur LeBron James dugði Cleveland ekki til sigurs. James skoraði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 14 stoðsendingar.

Kevin Love var einnig öflugur með 27 stig og sjö fráköst. Kyrie Irving skoraði 19 stig og gaf sjö stoðsendingar en hefur oft spilað betur.

NBA

Tengdar fréttir

Golden State átti fyrsta höggið | Myndbönd

Golden State Warriors tók forystuna gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar með 113-91 sigri í fyrsta leik liðanna í nótt. Golden State hefur nú unnið alla 13 leiki sína í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×