Enski boltinn

Wenger: Sé eftir því að hafa aldrei þjálfað Carrick

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carrick ávarpar áhorfendur á Old Trafford fyrir góðgerðarleikinn í gær.
Carrick ávarpar áhorfendur á Old Trafford fyrir góðgerðarleikinn í gær. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist sjá eftir því að hafa aldrei fengið Michael Carrick til félagsins.

Góðgerðarleikur Carricks fór fram á Old Trafford í gær. Meðal þátttakenda í honum var Eiður Smári Guðjohnsen.

Í tilefni af góðgerðarleiknum hafa ýmsir málsmetandi menn keppst um að ausa lofi á Carrick. Wenger er einn þeirra.

„Ég vil óska honum innilega til hamingju með leikinn. Hann á þetta svo sannarlega skilið,“ sagði Wenger.

„Ég er hrifinn af honum sem leikmanni. Ég sé eftir því að hafa aldrei þjálfað hann því ég tel að hann sé einn af bestu leikmönnunum í enska boltanum. Hann fékk ekki alltaf það hrós sem hann átti skilið,“ bætti Wenger við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×