Bíó og sjónvarp

Leikstjóri Wonder Woman slær met

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Patty Jenkins.
Patty Jenkins. Vísir/Getty
Patty Jenkins, leikstjóri kvikmyndarinnar Wonder Woman, hefur slegið met en hún er nú sá kvenkyns leikstjóri sem hefur leikstýrt aðsóknarmestu kvikmyndinni á opnunarhelgi í Bandaríkjunum og Kanada. BBC greinir frá. 

Myndin hefur rakað inn rúmum 100 milljónum dollara í miðasölu og skákar Jenkyns því Sam Taylor-Johnson sem áður átti metið en kvikmyndin Fifty Shades of Grey í leikstjórn Taylor-Johnson halaði inn 85 milljónum dollara í miðasölu á opnunarhelginni.

Wonder Woman er fyrsta ofurhetjumyndin sem framleidd er í Hollywood sem er leikstýrt af kvenkyns leikstjóra. Myndin hefur fengið glimrandi viðtökur og hafa gagnrýnendur almennt séð verið jákvæðir í garð myndarinnar.

Er myndin undanfari komandi Justice League kvikmyndar, þar sem Wonder Woman mætir aftur ásamt fleiri ofurhetjum úr heimi DC Comics.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×