Handbolti

Aron spjallaði frekar við Alfreð yfir úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson spilaði lengi fyrir Alfreð Gíslason hjá Kiel.
Aron Pálmarsson spilaði lengi fyrir Alfreð Gíslason hjá Kiel. Vísir/Getty
Aron Pálmarsson sá lítið af úrslitaleik Vardar Skopje og PSG í Meistaradeildinni í handbolta á sunnudag, enda enn að jafna sig eftir vonbrigði laugardagsins þegar lið hans Veszprém tapaði í undanúrslitunum.

„Það var erfitt og grautfúlt að horfa á úrslitaleikinn. Enda gerði ég lítið af því og spjallaði þess í stað við Alfreð [Gíslason], minn gamla þjálfara [hjá Kiel],“ segir Aron.

Vardar Skopje kom flestum að óvörum með því að verða Evrópumeistari, Aroni meðtöldum. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá reiknaði ég ekki með þessu í upphafi tímabils.“

Vardar spilar með Veszprem í SEHA-deildinni svokölluðu, úrvalsdeild liða úr austurhluta Evrópu, og þekkir Aron því vel til bæði liðsins og þjálfarans Raul Gonzalez.

„Ég hef aðeins kynnst honum og þetta er frábær manneskja og algert handboltaséní. Hann hefur náð ótrúlegum árangri og þessi 5-1 vörn hans er þokkalegt meistarastykki. Hún skilaði titlinum en það skemmdi ekki fyrir að vera með besta markvörð heims [Arpad Sterbik] í markinu.“

Sterbik var eftir úrslitaleikinn útnefndur besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Köln.


Tengdar fréttir

Nýt mín best á stærsta sviðinu

Aron Pálmarsson viðurkennir fúslega að vonbrigðin að hafa ekki unnið Meistaradeild Evrópu með Veszprem hafi verið mikil. Aron sýndi enn og aftur sínar bestu hliðar í Köln, á stærsta sviði handboltaheimsins.

Aron markahæstur þegar Veszprém tryggði sér bronsið

Aron Pálmarsson var í miklu stuði þegar Veszprém vann Barcelona, 34-30, í leiknum um bronsið í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Aron skoraði átta mörk og var markahæstur á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×