Lífið

Sjáðu Gumma Ben lýsa æsispennandi lokamínútum fúsball-leiks Stelpnanna okkar

Atli Ísleifsson skrifar
Lokamínúturnar í fúsball-leik leikmanna íslenska kvennalandsliðsins og KF Mjaðmar voru æsispennandi en leiknum lauk með sigri stelpnanna okkar. Leikurinn fór fram á KEX Hosteli á laugardag í tilefni af Degi rauða nefsins hjá UNICEF.

Gummi Ben lýsti leiknum og bætti hann við einni mínútu í uppbótartíma vegna tíðra skiptinga hjá Mjöðminni. Á myndbandinu má sjá íslensku landsliðsstelpurnar rétt ná að verjast, boltann festast á borðinu, KF Mjöðm vera nálægt því að gera sjálfsmark og loks stelpurnar skora „stórglæsilegt“ sigurmark á síðustu sekúndum leiksins.

Þær landsliðskonur sem þátt tóku í leiknum voru Sandra Sigurðardóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Lára Kristín Pedersen. Fyrir KF Mjöðm kepptu meðal annars Högni Egilsson, Sindri „Sin Fang“ Már Sigfússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Halldór Armand rithöfundur, Hilmar Guðjónsson leikari, Örvar Smárason, og fleiri.

Gummi Ben fór á kostum að vanda eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×