Enski boltinn

Eiður og Carragher kýta um draugamarkið á Anfield: Trúa ekki enn að þeir hafi komist upp með þetta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markið fræga á Anfield fyrir 12 árum.
Markið fræga á Anfield fyrir 12 árum. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen og Jamie Carragher skutu létt á hvorn annan á Twitter í dag.

Eiður og Carragher tóku þátt í góðgerðarleik Michaels Carrick á Old Trafford á sunnudaginn.

Eiður birti í dag myndband á Twitter þar sem Carragher og Luis García, maðurinn sem skoraði draugamarkið fræga í leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2005, sjást ræða saman í rútunni á leið í leikinn á Old Trafford.

„Tólf ár síðan og þeir trúa ekki enn hvernig þeir komust upp með þetta „mark“, skrifar Eiður við myndbandið.

Carragher svaraði fyrir sig með því að minna Eið á dauðafærið sem hann klúðraði undir lok leiksins fræga.

Eiður var ekki af baki dottinn og birti mynd þar sem hann sést nota Englandsmeistarabikarinn sem spegil meðan hann rakar sig.

Afar skemmtileg rimma hjá þessum frábæru leikmönnum og jafnöldrum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×