Lífið

Missti heyrnina fyrir tíu árum: Heillaði alla með frumsömdu lagi og Simon Cowell þrumaði í gullhnappinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mandy Harvey mætti í áheyrnaprufu í America´s Got Talent á dögunum en hún missti heyrnina þegar hún var 18 ára.
Mandy Harvey mætti í áheyrnaprufu í America´s Got Talent á dögunum en hún missti heyrnina þegar hún var 18 ára.
Mandy Harvey mætti í áheyrnaprufu í America's Got Talent á dögunum en hún missti heyrnina þegar hún var 18 ára. Hún hefur verið heyrnalaus í tíu ár og mætti með túlk með sér á sviðið.

Hún hefur sungið síðan hún var fjögurra ára gömul. Eftir að hún missti heyrnina hætti hún alfarið í tónlist. Nýlega tók hún ákvörðun að snúa aftur og notar hún önnur skynfæri til að finna fyrir tónlistinni. Hún stendur til dæmis á sviðinu á sokkunum til að finna titringinn í sviðinu.

Hún tók frumsamið lag sem ber nafnið Try.

„Eftir að ég missti heyrnina þá gafst ég bara upp en ég vil núna gera meira með lífið mitt en bara að gefast upp, og ég verð að reyna,“ sagði Harvey á sviðinu áður en hún flutti þetta magnaða lag sem hún samdi sjálf.

Stórkostleg áheyrnaprufa sem sjá má hér að neðan en prufan gekk það vel að Simon Cowell ýtti á gullhnappinn og flaut Harvey því beint í úrslitin þar sem þættirnir eru sýndir í beinni útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×