Lífið

Segir forsetatíð Trump eins og að fylgjast með hesti inni á sjúkrahúsi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bandaríski grínistinn John Mulaney var gestur í spjallþætti Stephen Colbert í gærkvöldi og kom þar með ansi skemmtilega myndlíkingu um forsetatíð Donalds Trump.
Bandaríski grínistinn John Mulaney var gestur í spjallþætti Stephen Colbert í gærkvöldi og kom þar með ansi skemmtilega myndlíkingu um forsetatíð Donalds Trump. Vísir/Getty
Bandaríski grínistinn John Mulaney var gestur í spjallþætti Stephen Colbert í gærkvöldi og kom þar með ansi skemmtilega myndlíkingu um forsetatíð Donalds Trump.

Hann sagði að Trump sem forseti væri eins og ef hestur gengi laus inni á sjúkrahúsi.

„Ég held að það verði allt í lagi en ég hef ekki hugmynd um hvað gerist næst. Og ekkert ykkar veit það heldur. Við vitum ekkert saman,“ sagði Mulaney.

„Svo er fólk í fréttum að segja „einu sinni var fugl inni á flugvelli“ en það er ekki það sama. Þetta er laus hestur inni á sjúkrahúsi.“

Hann segist þó ekki vera svartsýnn vegna Trump en að ástandið sé ruglandi, eins og eðlilegt er ef hestur væri laus inni á sjúkrahúsi án þess að einhver gerði athugasemd við það.

„Þetta er ruglandi því á hverjum degi þarf bara að fylgjast með hestinum. Einn daginn notar hesturinn lyftuna. Suma daga hugsar maður „Er hesturinn gáfaður?“ En svo spyrjum við okkur að því hvers vegna hestatemjarinn hafi ekki hemil á hestinum og þá segir hesturinn „ég hef rekið hestatemjarann.“ Það ætti ekki að vera hægt.“

Viðtalið við Mulaney þar sem hann kemur með þessa einstöku myndlíkingu má sjá hér að neðan. Sagan hefst þegar 7 mínútur og 20 sekúndur eru búnar af myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×