Sport

Bardaginn við Floyd gæti orðið sá síðasti á ferli Conors

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana heldur aftur af Conor áður en hann kastar stól í Eddie Alvarez.
Dana heldur aftur af Conor áður en hann kastar stól í Eddie Alvarez. vísir/getty
Forseti UFC, Dana White, óttast að Conor McGregor muni aldrei berjast aftur ef hann fær bardaga gegn Floyd Mayweather. Engu að síður er hann til í að leyfa Conor að berjast við bandaríska boxarann.

UFC og Conor hafa þegar náð samkomulagi um bardagann gegn Mayweather og ef Mayweather skrifar undir þá verður allt klappað og klárt.

Conor mun líklega fá um sjö milljarða króna fyrir bardagann og White óttast að það geti haft áhrif á hungur Írans sem hingað til hefur verið mjög mikið.

„Þetta er klár strákur sem skilur vel að þetta er tækifæri og útborgunardagur sem hann fær einu sinni um ævina,“ sagði White.

„Menn verða samt að vera hungraðir í bardagabransanum. Hann fær 7 milljarða króna þarna og það verður erfitt að fá svo „bara“ milljarð í mesta lagi fyrir næsta bardaga. Það er erfitt að vakna, fara fram úr og láta lemja sig í andlitið þegar þú átt milljarða inn á bankabókinni.“

MMA

Tengdar fréttir

Bardagi hjá Conor og Mayweather yrði sirkus

Hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya er ekki hrifinn af því að menn ætli að setja upp hnefaleikabardaga á milli MMA-bardagakappans Conor McGregor og boxarans Floyd Mayweather.

Conor setur pressu á Mayweather

Conor McGregor er byrjaður að æfa af krafti fyrir væntanlegan hnefaleikabardaga gegn Floyd Mayweather.

Floyd segir yfirgnæfandi líkur á að bardaginn fari fram

Floyd Mayweather segir að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann muni draga hanskana fram úr hillunni og berjast við Conor McGregor í hringnum eftir að UFC-stjarnan tilkynnti að hans menn væru búnir að ganga frá pappírsvinnuni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×