Innlent

Mikið tjón í stórbruna á Akureyri

Gissur Sigurðsson skrifar
Mikill eldur logaði í húsinu.
Mikill eldur logaði í húsinu. mynd/lögreglan
Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum.

Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt og logaði þegar mikill eldur í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Allt tiltækt lið var kallað á vettvang auk slökkviliðsins á Akureyrarflugvelli, en ekki var hættandi á að senda menn inn í brennandi húsið enda mikið af eldfimum efnum og gaskútum þar inni. Gríðarlegan reyki lagði frá eldinum og stefndi yfir Síðuhverfi, en leitaði þó upp.

Lögreglan á Akureyri hafði því mikinn viðbúnað ef rýma þyrfti hverfið að sögn Jóhannesar Sigfússonar varðstjóra, auk þess sem öllum nærliggjandi götum var lokað.  Slökkviliðsmönnum tókst að verja nálæg hús, bíla og bát, sem voru í grennd við húsið, en engu varð bjargað þar innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×