Fótbolti

Stjórn KSÍ og starfsmönnum boðið á einn leik á EM í Hollandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðni Bergsson og aðrir starfsmenn KSÍ kíkja til Hollands á stelpurnar okkar.
Guðni Bergsson og aðrir starfsmenn KSÍ kíkja til Hollands á stelpurnar okkar. Mynd/Hilmar Þór
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands býður sjálfri sér og starfsmönnum sambandsins á einn leik á EM 2017 í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða í eldlínunni þriðja Evrópumótið í röð.

Stjórn KSÍ samþykkti þetta á síðasta stjórnarfundi sambandsins en þetta er samskonar fyrirkomulag og var á EM 2016 í Frakklandi á síðasta ári þar sem karlalandsliðið var á meðal þátttökuþjóða. Þar var stjórn og starfsmönnum einnig boðið á einn leik.

Stjórnarmenn og starfsmenn KSÍ mega taka með sér maka eða gest á leikinn sem valinn verður en þurfa að greiða fyrir viðkomandi úr eigin vasa.

Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands í Tilburg. Annar leikurinn verður á móti Sviss í Doetinchem og síðasti leikur riðlakeppninnar fer fram í Rotterdam en þar mæta íslensku stelpurnar liði Austurríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×