Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Verið er að endurræsa ljósbogaofn kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík en slökkt var á ofninum og starfsemin stöðvuð eftir að eldur kom upp verksmiðjunni í apríl síðastliðnum. Á dögunum voru íbúasamtök andstæðinga stóriðju í Helguvík sett á fót. Þau krefjast þess að verksmiðjan verði ekki ræst aftur og segja ótækt að íbúar á svæðinu verði tilraunadýr hvað mengun varðar og að heilsu íbúa sé stofnað í hættu. Við verðum í beinni frá Helguvík í fréttum Stöðvar tvö í kvöld og greinum ítarlega frá stöðu mála.

Í fréttatímanum heimsækjum við einnig verslum Costco, sem opnar formlega á þriðjudag, og förum yfir vöruúrval og verðlag en opnun Costco kemur til með að hafa umtalsverð áhrif á verslunarumhverfi hér á landi. Þá hittum við 84 ára gamlan hjólreiðagarp sem er duglegur við að bjóða vinkonum sínum á elliheimilinu á rúntinn og kynnum okkur námskeið þar sem afgreiðslufólki verslana er kennt hvernig bregðast eigi viðvopnuðu ráni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×