Innlent

Norðurþing slær met í hagnaði

Sveinn Arnarsson skrifar
Húsavík er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins.
Húsavík er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. vísir/gva
Norðurþing skilaði rúmlega þrjú hundruð milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári og er það besta niðurstaða sveitarfélagsins frá upphafi.

Sveitarfélagið er nú komið undir 150 prósenta skuldahlutfall en það er viðmið eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Heildarskuldir sveitarfélagsins nú eru um 135 prósent af tekjum.

Mikill viðsnúningur hefur orðið á síðustu árum í rekstri sveitarfélagsins. Samkvæmt bæjarstjóra, Kristjáni Þór Magnússyni, þarf að reisa um eitt hundrað íbúðir á næstu misserum vegna Bakka og íbúum fjölgar hratt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×