Skoðun

Fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar

Jóhann Helgason skrifar
Á undanförnum árum þegar þú varst fjármálaráðherra voru miklar tilfærslur á fasteignamarkaðinum frá einstaklingum til ríkisins (Íbúðalánasjóðs). 

Fyrst og fremst vegna fjárnáms og síðan uppboða vegna himinhárra veðskulda sem höfðu safnast á eignir íbúðareigenda vegna okurvaxta og verðtryggingar. 

Þetta snertir fyrst og fremst hinn stóra hóp láglauna- og millistéttar fólks. 

Þetta gæti verið 2500-3000 íbúðir sem núna eru horfnar af hinum almenna sölumarkaði.

En þetta veist þú allt um og það þarf auðvitað ekki að tíunda þetta hryllilega ástand fyrir þér sem enn lifir góðu lífi en vil ég þó koma aðeins inn á þetta vegna þess að það tengist beint fyrirspurninni.

Spurningin er: 

Hvað voru margir milljarðar afskrifaðar, herra ráðherra, af þessum íbúðum þegar Íbúðalánasjóður afhenti þær nýjum kaupendum (leigusölum) i snyrtilegum umbúðum með silkibandi og slaufu. 

Það þarf ekki að segja það nokkrum manni að leigubraskararnir hafi ekki mangað við sjóðinn um afskriftir milljarða skulda við undirskrift afsala með góðum árangri.

Svo kemur það sorglega að sjóðnum þótt ekki fært að fyrirbyggja útburð á fólkinu sem í íbúðunum bjó með afskriftum og endursemja við það á nýjum forsendum um framtíðina  en þótti betra að senda það á götuna. Og svaraðu nú Bjarni. 




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×