Formúla 1

Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kimi Raikkonen sýndi að hann hefur engu gleymt með ótrúlegum hring.
Kimi Raikkonen sýndi að hann hefur engu gleymt með ótrúlegum hring. Vísir/Getty
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun.

Raikkonen hefur ekki verið á ráspól síðan í Frakklandi 2008, en síðan hefur hann ekið 128 sinnum í tímatöku.

Jenson Button þurfti að sætta sig við 15 sæta refsingu eftir að skipt var um vél í McLaren bílnum sem venjulega tilheyrir Fernando Alonso. Skipt var um vélina eftir æfinguna fyrr í dag.

Esteban Ocon braut fjöðrun í bíl sínum á æfingunni í morgun og Force India liðið kepptist við að endurbyggja framendan á bíl hans. Þeim tókst að senda hann af stað í tímatökuna þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrstu lotunni.

Fyrsta lotan

Ökumönnum lá mikið á að komast út á brautina til að setja tíma. Það var löng röð við enda þjóustusvæðisins.

Dekkin þurftu að lágmarki tvo hringi til að hitna almennilega. Munurinn á milli fremstu manna var afar lítill. Til að komast áfram í aðra lotu þurfti að ná tíma sem var 0,8 sekúndum á eftir þeim hraðasta. Það voru því 15 ökumenn sem röðuðu sér á 0,8 sekúndur.

Romain Grosjean á Haas, missti stjórn á bílnum þegar hann var að reyna að koma sér áfram í aðra lotu tímatökunnar. Marcus Ericsson lagði Sauber bílnum eftir að hafa affelgað vinstra megin að aftan.

Þeir sem féllu út í fyrstu lotu voru; Sauber ökumennirnir, Lance Stroll á Williams, Jolyon Palmer á Renault og Ocon.

Lewis Hamilton átti afleiddan dag í Mónakó í dag.Vísir/Getty
Önnur lotan

Hamilton átti erfitt með að koma gripinu niður í brautina og átti smá augnablik á upphitunarhring sem hefði geta bundið enda á tímatöku hans. Hamilton hinsvegar bjargaði bílnum með skjótum viðbrögðum. Mercedes bíllinn var til vandræða, þá sérstaklega bíll Hamilton.

Stoffel Vandoorne á McLaren skellti bílnum í varnarvegg undir lok lotunnar sem gerði það að verkum að Hamilton og fleiri ökumenn misstu af loka tækifærinu til að setja tíma sem dugaði áfram í þriðju lotu.

Þeir sem ekki komust í lokaumferðina voru; Felipe Massa á Williams, Hamilton, Kevin Magnussen á Haas, Nico Hulkenberg á Renault og Daniil Kvyat á Toro Rosso.

Þriðja lotan

Ljóst var að einungis níu ökumenn myndu taka þátt í síðustu lotunni enda hafði Vandoorne skemmt bílinn það mikið að hann gat ekki tekið frekari þátt í tímatökunni. Button varð að halda uppi heiðri McLaren í síðustu lotunni.

Kimi Raikkonen var fljótastur eftir fyrstu tilraunir fremstu manna. Vettel og Bottas gerðu hvað þeir gátu til að stela ráspólnum af Raikkonen. Vettel var 0,043 á eftir Raikkonen og Bottas var 0,045 á eftir Raikkonen. Magnaður hringur hjá Ísmanninum.


Tengdar fréttir

Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða

Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×