Innlent

Hjólandi innbrotsþjófur fór ránshendi um kjötbúð á Grensásvegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þjófurinn var innan við mínútu í versluninni.
Þjófurinn var innan við mínútu í versluninni. Geir Rúnar Birgisson
Brotist var inn í Kjötbúðina að Grensásvegi 48 klukkan 7:30 í morgun. Innbrotsþjófurinn spennti upp útidyrahurðina og hafði á brott með sér það sem var í afgreiðslukassanum sem að sögn eigandans, Geirs Rúnars Birgissonar, var þó ekki nema um 10-15 þúsund krónur. Það séu þó alltaf ákveðin óþægindi að lenda í þessu.

„Mesta tjónið er auðvitað í hurðinni sem spennt var upp og þarf að laga, “segir Geir og bætir við að ljóst sé að um vanan þjóf sé að ræða.

Hann hafi komið á hjóli og af upptökum úr eftirlitsmyndavélum að dæma hafi hann verið innan við eina mínútu að athafna sig.

Geir gerir ekki ráð fyrir því að hann muni leggja fram kæru eða fara fram á aðstoð lögreglu við rannsókn málsins. „Þetta hefur komið fyrir mig einu sinni áður og þá gerðist ekki neitt. Það sést ekkert framan í þjófinn á upptökunni þannig að þeir geta ekkert leitað að honum,“ segir Geir sem hyggst setjast yfir myndbandsupptökurnar á næstunni og ákveða framhaldið að því loknu. 

Hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél sem Geir birti á Facebook-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×