Skoðun

Öruggt eða hættulegt fiskeldi

Orri Vigfússon skrifar
Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær (9. maí) blandar Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, saman öruggu fiskeldi og hættulegu fiskeldi.

Opnar sjókvíar hafa alls staðar spillt umhverfinu. Því er þróun seinustu ára sú að færa fiskeldi í lokaðar kvíar („closed containment“) eða upp á land.

Allt núverandi og fyrirhugað sjókvíaeldi á Íslandi er miðað við gamla og úrelta tækni. Opið sjókvíaeldi í stórum stíl er bannað í Alaska, Svíþjóð og á Írlandi. Í Noregi hefur Marine Harvest, stærsta fyrirtækið í laxeldi í sjó, snúið baki við eldi í opnum sjókvíum. Fyrirtækið miðar nú allt sitt framtíðareldi við lokuð kerfi. Lög um náttúruvernd hér á landi kveða á um að náttúruan eigi að njóta vafans andspænis mengun og umhverfisspjöllum af manna völdum. Óskandi væri að Matvælastofnun færi að þeim lögum í störfum sínum.

Sigrún afneitar hættunni af laxalús við Íslandsstrendur. Allir erlendir sérfræðingar sem hafa komið hingað á fiskeldisráðstefnur hafa sagt að hugmyndafræði MAST um laxalús standist ekki. Ítrekað hefur verið bent á hættuna sem fylgir lúsinni sem magnast alls staðar upp í stórfelldu sjókvíaeldi. Undanfarin ár hafa útgefin rekstrarleyfi byggst á mati vanhæfra einstaklinga sem hafa í nýlegum sjónvarpsviðtölum viðurkennt slíkt vanhæfi. Þess vegna þarf að afturkalla og endurmeta öll starfs- og rekstarleyfi fiskeldis, sl. tíu ár eða svo.

Geldfiskur úr eldi getur valdið skaða á hrygningarsvæðum villtra laxa auk þess sem saur- og fóðurleifamengun til viðbótar við sníkjudýrasmit berst óheft út í umhverfið frá slíku eldi.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×