Lífið

Loksins ástæða til að taka Hraðfrétta-Benna alvarlega

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benedikt Valsson hefur vakið athygli fyrir vasklega og skemmtilega framgöngu á sjónvarpsskjám landsmanna.
Benedikt Valsson hefur vakið athygli fyrir vasklega og skemmtilega framgöngu á sjónvarpsskjám landsmanna. Vísir/Anton Brink
Benedikt Valsson, sjónvarpsmaður með meiru sem sló í gegn í Hraðfréttum, hafði ærna ástæðu til að fagna í gær. Benedikt skilaði þá BA-ritgerð sinni í stjórnmálafræði tæpum áratug eftir að hann hóf nám við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Takið mig alvarlega! Ég var að skila lokaritgerð í stjórnmálafræði eftir tæpan áratug í námi,“ segir Benedikt á samfélagsmiðlum og birtir mynd af sér fyrir utan Odda með ritgerðina sem nú fer í yfirlestur hjá prófdómara. Myndina má sjá hér að neðan.

Hamingjuóskum rignir yfir Benedikt á Facebook en Benedikt fjallar um forsetakosningarnar í fyrra í ritgerðinni. Meginmarkmiðið var að kanna hvort aðdragandi kjörsins, áherslumál frambjóðenda og fjölmiðlaumfjöllun hefði haft mikil áhrif á það hvern Íslendingar vildu sjá sem næsta forseta og geti á einhvern hátt skýrt það hvernig Íslendingar velja sér forseta.

„Niðurstaðan er sú að kjör Guðna Th. Jóhannessonar hafi aldrei verið vafa undirorpið og má segja að þjóðin hafi valið sér forseta fremur snemma í ferlinu. Guðni var allan tímann með mikið forskot í skoðanakönnunum. Hann fékk ekki áberandi mestu umfjöllunina í fjölmiðlum ásamt því að framboð hans var ekki yfir gagnrýni hafið,“ segir í útdrætti ritgerðarinnar á Skemmunni.

Leiðbeinandi Benedikts var Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

 

Takið mig alvarlega! Ég var að skila lokaritgerð í stjórnmálafræði eftir tæpan áratug í námi.

A post shared by Benedikt Valsson (@bennivals) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×