Lífið

Spjallþáttastjórnendur tættu Trump í sig vegna brottreksturs Comey

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Kimmel, Trevor Noah og Jimmy Fallon fjölluðu að sjálfsögðu allir um Trump og Comey í gærkvöldi.
Jimmy Kimmel, Trevor Noah og Jimmy Fallon fjölluðu að sjálfsögðu allir um Trump og Comey í gærkvöldi.
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum tóku að sjálfsögðu ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, að reka James Comey, yfirmann Bandarísku alríkisþjónustunnar FBI, úr embætti fyrir í þáttum sínum í gær.

Óhætt er að segja að þeir tættu ákvörðunina, Trump og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions í sig og segja með hreinum ólíkindum að slíkt geti gerst í Bandaríkjunum.

„Þegar við báðum Trump að haga sér meira eins og forseti, meintum við ekki að hann ætti að haga sér eins og Nixon,“ sagði Kimmel, en Trevor Noah og Jimmy Fallon sömuleiðis um málið í þáttum sínum í gærkvöldi.

Sjá má brot úr spjallþáttunum í gær.


Tengdar fréttir

Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft






Fleiri fréttir

Sjá meira


×