Íslenski boltinn

Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Allan Kuhn tekur ekki við Breiðabliki.
Allan Kuhn tekur ekki við Breiðabliki. vísir/getty

Danski þjálfarinn Allan Kuhn tekur ekki við Pepsi-deildarliði Breiðabliks þrátt fyrir að hafa verið boðið starfið öðru sinni. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá honum sjálfum.

Kuhn var í viðræðum við Breiðablik haustið 2014 en samningaviðræður sigldu þá í strand. Arnar Grétarsson var ráðinn og skilaði liðinu í annað sætið á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi-deildinni en Arnar var óvænt rekinn á þriðjudaginn eftir tap í fyrstu tveimur umferðum sumarsins.

„Það er mér heiður að Breiðablik hafi boðið mér starfið sem þjálfari liðsins. Aftur á móti er ég að skoða betur önnur tilboð sem mér hafa borist og því verð ég að hafna tilboði Breiðabliks. Ég óska Breiðabliki samt alls hins besta í framtíðinni,“ segir Allan Kuhn.

Kuhn tók við Malmö í fyrra og gerði liðið að Svíþjóðarmeistara en var látinn fara þrátt fyrir að skila titlinum í hús. Hann var einnig aðstoðarþjálfari Álaborgar þegar liðið varð afar óvænt Danmerkurmeistari fyrir þremur árum síðan.

Þjálfaraleit Breiðabliks heldur áfram en liðið á næst leik í Pepsi-deildinni á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni á sunnudagskvöldið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.