Íslenski boltinn

Liðsfélagar hjá UNC í Bandaríkjunum og nú aftur hjá FH í Pepsi-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Murray, til hægri, lagði upp tvö mörk í síðasta leik FH-liðsins.
Caroline Murray, til hægri, lagði upp tvö mörk í síðasta leik FH-liðsins. Vísir/Ernir
FH-ingar hafa styrkt lið sitt fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar með því að gera samning við hina bandarísku Victoriu Frances Bruce.

Vicky Bruce eins og hún er oftast kölluð lék síðast með Glasgow Rangers í Skotlandi en hún lék áður með Norður-Karólínuháskólanum.

Vicky var þar liðsfélagi markvarðarins Lindsey Harris sem er einmitt í marki FH í sumar. Þær verða því aftur liðsfélagar í Kaplakrikanum í sumar.

Vicky er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið nokkrar stöður á miðjunni eða í framlínunni. Hún spilar þó ekki næstu fjóra leiki með FH-liðinu.

Vicky Bruce kemur nefnilega ekki til Íslands fyrr en um næstu mánaðamót og verður því ekki klár í slaginn fyrr en eftir landsleikjahléið í byrjun júní. Hennar fyrsti leikur gæti verið á móti Val 16. júní.

Auk Harris eru hjá FH-liðinu framherjinn og Caroline Murray og Megan Dunnigan sem eru báðar bandarískar. Dunnigan spilaði með ÍA í fyrrasumar.

FH-liðið hefur byrjað mótið vel. Tapaði naumlega á móti sterku liði Blika í fyrsta leik en hefur síðan unnið góða sigri á Fylki og Haukum.

Kvennalið FH er eins og er í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna eða í sama sæti og karlalið FH í Pepsi-deild kvenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×