Íslenski boltinn

Frikki Dór fór á kostum í Teignum: Þið hefðuð betur sent mig í Eurovision

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Friðrik Dór Jónsson, söngvarinn frábæri úr Hafnarfirði, tók lokalagið í Teignum á Stöð 2 Sport HD í kvöld eins og hann gerði í fyrsta þætti og fór gjörsamlega á kostum.

Þessi mikli gleðigjafi og stuðningsmaður FH söng lagið Í síðasta skipti sem hann tók í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir tveimur árum en þar tapaði hann í úrslitum fyrir Maríu Ólafsdóttur sem vann með lagið Unbroken.

María fór fyrir hönd Íslands í Eurovision en komst ekki í lokaúrslitin eftir að enda í 15. sæti í undanúrslitunum. Ísland komst ekki heldur í úrslitin í ár með laginu Paper sem Svala Björgvinsdóttir söng.

Eftir algjörlega magnaðan flutning á laginu leit Friðrik Dór beint í myndavélina og sagði kíminn: „Þið hefðuð betur sent mig.“

Þetta bráðskemmtilega atriði má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×