Formúla 1

Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér.

Drengur einn á brautinni tók brotthvarf Raikkonen úr keppni afar nærri sér. Hann sást grátandi í stúkunni eftir að ljóst varð að Raikkonen tæki ekki meiri þátt.

Raikkonen bauð drengnum að koma inn á svæði Ferrari liðsins á brautinni og gaf honum derhúfu og stillti sér upp fyrir mynd með honum. Myndband af atvikinu má sjá í spilara með fréttinni.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni

Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji.

Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag

Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×