Formúla 1

Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér.

Drengur einn á brautinni tók brotthvarf Raikkonen úr keppni afar nærri sér. Hann sást grátandi í stúkunni eftir að ljóst varð að Raikkonen tæki ekki meiri þátt.

Raikkonen bauð drengnum að koma inn á svæði Ferrari liðsins á brautinni og gaf honum derhúfu og stillti sér upp fyrir mynd með honum. Myndband af atvikinu má sjá í spilara með fréttinni.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni

Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji.

Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag

Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira