Erlent

Maður í Noregi dæmdur í átta ára fangelsi fyrir sjötíu brot gegn börnum

Atli Ísleifsson skrifar
Dómstóllinn dæmdi að maðurinn skyldi greiða fjölda fórnarlamba sinna skaðabætur.
Dómstóllinn dæmdi að maðurinn skyldi greiða fjölda fórnarlamba sinna skaðabætur. Vísir/Getty
Dómstóll í Tromsö í Noregi hefur dæmt 22 ára karlmann í átta og hálfs árs fangelsi fyrir rúmlega sjötíu brot gegn börnum.

Auk þess að hljóta dóm fyrir sjö árásir gegn börnum undir sextán ára og fjórar árásir gegn drengjum undir fjórtán ára er hann dæmdur fyrir tugir brota gegn börnum á netinu.

Maðurinn villti á sér heimildir með því að þykjast vera fimmtán ára stúlka á Facebook, „Sara“, þar sem hann komst í kynni við börn.

Dómstóllinn dæmdi að maðurinn skyldi greiða fjölda fórnarlamba sinna skaðabætur.

Maðurinn viðurkenndi sekt, en neitaði sök í tveimur ákæruliðum, meðal annars að hafa brotið kynferðislega gegn dreng sem var yngri en fjórtán ára.

Í frétt NRK kemur fram að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi í 430 daga sem komi til frádráttar. Fyrstu brotin eiga að hafa verið framin árið 2010 þegar hann var sjálfur sextán ára og braut gegn þrettán ára stúlku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×