Innlent

Sjö af tuttugu fengu aðild

Svavar Hávarðsson skrifar
Samstarfið snýr að umhverfismálum.
Samstarfið snýr að umhverfismálum. mynd/landhelgisgæslan
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins (Arctic Council) samþykktu á fundi sínum í Fairbanks í Kanada í síðustu viku að veita Vestnorræna ráðinu áheyrnaraðild að ráðinu. Vestnorræna ráðið er samstarfsráð Færeyja, Grænlands og Íslands.

Í fréttatilkynningu segir að af yfir tuttugu umsækjendum um áheyrnaraðild hafi einungis sjö hlotið brautargengi en auk Vestnorræna ráðsins fengu Alþjóðahafrannsóknaráðið, Alþjóðaveðurfræðistofnunin, Sviss og National Geographic Society áheyrnaraðild að ráðinu.

„Vestnorræna ráðið hefur aukið umsvif sín í málefnum norðurslóða töluvert síðustu ár samfara auknu alþjóðlegu vægi svæðisins. Þróunin á norðurslóðum er sérstaklega mikilvæg fyrir vestnorrænu löndin þrjú en 20% af landmassa norðurslóða tilheyra Vestur-Norðurlöndum og íbúar landanna eru um 10% af heildaríbúafjölda norðurslóða,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×