Enski boltinn

Terry gæti lagt skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry fagnar í gær.
Terry fagnar í gær. vísir/getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, er að spila sína síðustu leiki fyrir félagið og það gætu orðið síðustu leikirnir á hans ferli.

Terry er orðinn 36 ára gamall og fékk ekki nýjan samning hjá Chelsea en núverandi samningur rennur út í sumar.

„Ég hef ekki útilokað að leikurinn gegn Sunderland á sunnudag verði minn síðasti leikur á ferlinum,“ sagði Terry eftir 4-3 sigur Chelsea á Watford í gær.

„Ef rétta tilboðið kemur þá mun ég setjast niður og ræða það við fjölskyldu mína. Skiptir ekki máli hvort það tilboð er frá Englandi eða annars staðar. Ég hef samt ekki tekið neina ákvörðun enn sem komið er.“

Terry er sigursælasti leikmaður í sögu Chelsea en hann var að vinna deildina í fimmta sinn með félaginu. Hann er líka búinn að vinna enska bikarinn fimm sinnum. Svo var hann í liði Chelsea sem vann Meistaradeildina og Evrópudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×